Icelandair ætlar ekki framlengja samning sinn við breska eldsneytisrisann Air BP um kaup á flugvélaeldsneyti á vélar Icelandair og mun þess í stað ganga til samninga við hollenska orkufyrirtækið Vitol

Icelandair ætlar ekki framlengja samning sinn við breska eldsneytisrisann Air BP um kaup á flugvélaeldsneyti á vélar Icelandair og mun þess í stað ganga til samninga við hollenska orkufyrirtækið Vitol.

Heimildir Morgunblaðsins herma að Icelandair muni tilkynna innan skamms um breytinguna enda mun gildistími á sex ára eldsneytissamingi, sem félagið gerði árið 2018 við Air BP, renna út í lok þessa árs.

Fram kemur í síðasta ársfjórðungsuppgjöri Icelandair að eldsneytiskostnaður félagsins hafi hækkað um 3% á milli ára, fór úr 121,4 milljónum dala (um 16,6 milljörðum ISK) á þriðja ársfjórðungi 2023, í 125 milljónir dala (um 17,2 milljarða ISK) á sama ársfjórðungi 2024.