Eftirspurn er eftir hlutdeildarlánum.
Eftirspurn er eftir hlutdeildarlánum.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun bárust 79 umsóknir um hlutdeildarlán í nóvember þar sem sótt var um rúmlega einn milljarð króna. Hins vegar eru 400 milljónir til úthlutunar lána á þessu tímabili. „Af þeim umsóknum sem bárust um hlutdeildarlán í …

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun bárust 79 umsóknir um hlutdeildarlán í nóvember þar sem sótt var um rúmlega einn milljarð króna. Hins vegar eru 400 milljónir til úthlutunar lána á þessu tímabili.

„Af þeim umsóknum sem bárust um hlutdeildarlán í nóvember voru 55 þeirra með samþykkt kauptilboð og 24 umsóknir án kauptilboðs. Heildarfjárhæð umsókna með samþykkt kauptilboð var um 734 milljónir króna,“ segir í umfjöllun HMS. Flestar umsóknir voru vegna kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu.

Stofnunin stefnir að því að ljúka yfirferð innsendra umsókna og ákvarða í lok þessarar viku hverjar þeirra uppfylla skilyrði um að hljóta hlutdeildarlán. Opna á fyrir nýtt umsóknartímabil í byrjun desember. omfr@mbl.is