Norður
♠ 985
♥ 542
♦ ÁG
♣ K9532
Vestur
♠ KDG74
♥ KG7
♦ K6
♣ D104
Austur
♠ Á32
♥ ÁD4
♦ 54
♣ ÁG876
Suður
♠ 106
♥ 10986
♦ D1098732
♣ –
Suður spilar 6♣ dobluð.
Sagnmiðar eru ekki lengur notaðir á heims- og Evrópumótum, í stað þeirra stimpla spilarar sagnir inn á spjaldtölvur. Þetta hefur mælst vel fyrir en getur líka leitt til óhappa eins og þess sem rakið er hér.
Í leik Kína og Ísraels í undanúrslitum kvennaflokksins á HM í Marokkó á síðasta ári voru sagnir einfaldar þar sem kínversku spilararnir sátu AV: vestur opnaði 1Gr og austur hækkaði í 3Gr, 11 slagir.
Við hitt borðið opnaði vestur einnig á grandi en austur sagði 3♣ til að spyrja um 5-lit í hálit. Kínverski spilarinn í suður stakk inn 4♦, vestur sagði 4♠, norður 5♦ og austur 5♠.
Suður ákvað að fórna í 6♦ en ýtti á rangan takka á tölvunni án þess að taka eftir því, sagði 6♣. Vestur doblaði og allir sögðu pass! Þessi samningur fór 9 niður, 2300 til Ísraels og 17 impar.