Horninu barst kveðja frá Árna Bergmann, þar sem hann segir að fyrir réttum tíu árum hafi dottið ofan í sig vísa í anda „höfuðskálds eignarfallsins“, Einars Benediktssonar. Vísan er svona: Margt sem við þyljum er síðasta sort á sorgardögum níðsins og flímsins

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Horninu barst kveðja frá Árna Bergmann, þar sem hann segir að fyrir réttum tíu árum hafi dottið ofan í sig vísa í anda „höfuðskálds eignarfallsins“, Einars Benediktssonar. Vísan er svona:

Margt sem við þyljum er síðasta sort

á sorgardögum níðsins og flímsins.

Þjóðarþel spillist þá illa er ort.

Aðgát skal höfð í nærveru rímsins.

Ekki varð af því að Bjarki Karlsson sendi frá sér rímurnar um Láka jarðálf fyrir jólin, sem þegar eru rómaðar meðal ljóðavina, en hann segir þó ekki loku fyrir það skotið að þær komi út einhvern tímann fyrir enda veraldar. Spurður af hverju þær hafi ekki komið út svarar hann einfaldlega: „Nei sko, þarna er hundur.“ Og vitnar í fleyga vísu sína:

ADHD ergir þá

sem einbeitingu skortir.

Áhrifin þó minnka má…

Nei sko, þarna er hundur!

Reinhold Richter hefur skilning á þessu:

Aftur gleymdist enn á ný,

útgefanda fundur.

Næsta man ég nú af því…

Nei sko, þarna er hundur!

Hallur Guðmundsson sendir Bjarka fimmskeytlu af þessu tilefni:

Að yrkja rímur endalaust

oft lendir á ís.

Vetur, sumar, vor og haust,

vildi ég draga ýs-

u.

Jón Ingvar Jónsson orti einmitt fimmskeytlu á sínum tíma þegar kveðskapur eftir hann birtist í Morgunblaðinu:

Þó að hampi Mogginn mér

meir en þeim sem geta ort,

vísnasafn mitt vitni ber

voðalegum greindarskort-

i.

Ingólfur Ómar Ármannsson sendir þættinum kveðju: „Nú er hann napur og það farið að skyggja miklu fyrr enda rétt rúmur mánuður í vetrarsólstöður.“ Hringhenda fylgir með í kaupunum:

Brestur skjól og skíman dvín

skuggar bólin falda.

Nyrst við pólinn nöpur hvín

norðangjólan kalda.

¶Lít ég yfir liðnar stundir,¶lífið hefur verið gott.¶Alltaf fór ég grónar grundir,¶gleði mín hún ber þess vott.¶Lá mín för um ljóðasali¶laus við bæði háð og spott.¶Aldrei gekk ég dimma dali.¶Datt ég oft í lukkupott.¶Ólafur Stefánsson sá fallega mynd í Morgunblaðinu af hestum sem sýndust vera að kjást og klóra hver öðrum:¶Kominn er kosningavetur,¶koll- hér orðið er –rak.¶Klárarnir kunna betur,¶að klóra hvers annars bak.