Íslandsmeistari Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði átta mörk í sumar.
Íslandsmeistari Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði átta mörk í sumar. — Morgunblaðið/Hákon Pálsson
Knattspyrnukonan Katrín Ásbjörnsdóttir hefur framlengt samning sinn við Breiðablik en Katrín, sem er 31 árs gömul, skrifaði undir eins árs samning við Blika. Hún skoraði átta mörk í 20 leikjum með Blikum í sumar þegar liðið varð Íslandsmeistari en…

Knattspyrnukonan Katrín Ásbjörnsdóttir hefur framlengt samning sinn við Breiðablik en Katrín, sem er 31 árs gömul, skrifaði undir eins árs samning við Blika. Hún skoraði átta mörk í 20 leikjum með Blikum í sumar þegar liðið varð Íslandsmeistari en hún gekk til liðs við Blika frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2023. Alls á hún að baki 214 leiki í efstu deild og 93 mörk með Breiðabliki, Stjörnunni, KR og Þór/KA. Þá á hún að baki 19 A-landsleiki.