Spánn Orri Steinn Óskarsson hefur farið vel af stað með Real Sociedad.
Spánn Orri Steinn Óskarsson hefur farið vel af stað með Real Sociedad. — Morgunblaðið/Hákon
Portúgalska knattspyrnufélagið Porto lagði fram 25 milljóna evra tilboð í íslenska landsliðsframherjann Orra Stein Óskarsson í sumar en það samsvarar um 3,6 milljörðum íslenskra króna. Tipsbladet greindi frá þessu en framherjinn, sem er tvítugur,…

Portúgalska knattspyrnufélagið Porto lagði fram 25 milljóna evra tilboð í íslenska landsliðsframherjann Orra Stein Óskarsson í sumar en það samsvarar um 3,6 milljörðum íslenskra króna. Tipsbladet greindi frá þessu en framherjinn, sem er tvítugur, gekk til liðs við Real Sociedad í sumar frá FC Köbenhavn fyrir 20 milljónir evra. Orri hefur farið vel af stað á Spáni þar sem hann hefur skorað þrjú mörk í 12 leikjum með Real Sociedad í öllum keppnum.