Guðrún Sóley eða gugusar
Guðrún Sóley eða gugusar
Tónlistarkonan gugusar kemur fram á tónleikum í Salnum á laugardag, 23. nóvember, kl. 20 en þeir eru hluti af tónleikaröðinni Söngvaskáld. Er það sögð röð innilegra tónleika þar sem söngvaskáldin spila frumsamin lög sín og segja frá tilurð laganna

Tónlistarkonan gugusar kemur fram á tónleikum í Salnum á laugardag, 23. nóvember, kl. 20 en þeir eru hluti af tónleikaröðinni Söngvaskáld. Er það sögð röð innilegra tónleika þar sem söngvaskáldin spila frumsamin lög sín og segja frá tilurð laganna.

Í tilkynningu segir að gugusar semji öll sín lög ein síns liðs og hafi gefið út sína fyrstu breiðskífu Listen To This Twice þegar hún var einungis 15 ára. Önnur breiðskífa hennar kom út árið 2021. Báðar breiðskífur voru tilnefndar í flokknum Plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum en gugusar vann einnig í flokknum Flytjandi ársins á tónlistarverðlaununum 2022. Tónlistin er sögð fara um víðan völl og eiga ekki heima í neinu boxi, vera „tilraunakennd og spennandi, þar er erfitt að segja hvað er handan við hornið þegar maður leggur við hlustir“.