Mývatnssveit Friðlýst svæði við Hverfjall hefur nú verið stækkað töluvert.
Mývatnssveit Friðlýst svæði við Hverfjall hefur nú verið stækkað töluvert. — Ljósmynd/Davíð Örvar Hansson
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skrifað undir endurskoðaða friðlýsingu náttúruvættisins Hverfjalls í Mývatnssveit. Við endurskoðunina verða mörk svæðisins dregin lengra austan megin við Hverfjall, en dregin nær Hverfjalli vestan við það

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skrifað undir endurskoðaða friðlýsingu náttúruvættisins Hverfjalls í Mývatnssveit. Við endurskoðunina verða mörk svæðisins dregin lengra austan megin við Hverfjall, en dregin nær Hverfjalli vestan við það. Við þessa breytingu stækkar heildarflatarmál náttúruvættisins úr 3 ferkílómetrum í 3,78 ferkílómetra.

Hverfjall er stór, hringlaga öskugígur sem myndaðist fyrir um 2.500 árum í þeytigosi í grunnu stöðuvatni og er sérstakur að því leyti að gígskálin er álíka djúp og gígurinn er hár. Gígurinn er talinn ein fegursta öskugígamyndun á Íslandi og ein sú stærsta sinnar tegundar á jörðinni, segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Endurskoðun friðlýsingarinnar er hluti af samvinnu landeigenda í Vogum í Mývatnssveit, Umhverfisstofnunar (UST) og ráðuneytisins varðandi framtíðarfyrirkomulag náttúruvættisins.