Treyja Steinunn Björnsdóttir í nýju keppnistreyjunni frá Adidas.
Treyja Steinunn Björnsdóttir í nýju keppnistreyjunni frá Adidas. — Ljósmynd/HSÍ
Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, hefur gert fjögurra ára samning við íþróttavöruframleiðandann Adidas. Landslið Íslands hafa undanfarin tuttugu ár leikið í búningum frá Kempa. HSÍ og Adidas unnu síðast saman árið 1997 en kvennalandsliðið mun…

Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, hefur gert fjögurra ára samning við íþróttavöruframleiðandann Adidas. Landslið Íslands hafa undanfarin tuttugu ár leikið í búningum frá Kempa.

HSÍ og Adidas unnu síðast saman árið 1997 en kvennalandsliðið mun klæðast nýjum búningi Adidas á Evrópumótinu sem hefst í lok mánaðarins í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss. Karlalandsliðið mun gera slíkt hið sama á HM 2025 í janúar.