Akureyri Bjarni Aðalsteinsson skrifaði undir samning til 2026.
Akureyri Bjarni Aðalsteinsson skrifaði undir samning til 2026. — Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Knattspyrnumaðurinn Bjarni Aðalsteinsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA sem gildir út tímabilið 2026. Bjarni hefur verið lykilmaður í liði KA undanfarin ár og er uppalinn hjá félaginu en meistaraflokksferilinn hóf hann sem lánsmaður hjá Dalvík/Reyni og Magna

Knattspyrnumaðurinn Bjarni Aðalsteinsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA sem gildir út tímabilið 2026. Bjarni hefur verið lykilmaður í liði KA undanfarin ár og er uppalinn hjá félaginu en meistaraflokksferilinn hóf hann sem lánsmaður hjá Dalvík/Reyni og Magna. Alls hefur hann spilað 105 leiki með KA í efstu deild og skorað í þeim átta mörk. Þá varð hann bikarmeistari með Akureyringum í sumar.