— AFP/Justin Tallis
Fjölskylda og vinir voru í fyrirrúmi þegar söngvarinn Liam Payne var borinn til grafar í gær, rúmum mánuði eftir sviplegt andlát hans í Buenos Aires. Payne gerði garðinn frægan á sínum tíma með strákahljómsveitinni One Direction, og voru allir…

Fjölskylda og vinir voru í fyrirrúmi þegar söngvarinn Liam Payne var borinn til grafar í gær, rúmum mánuði eftir sviplegt andlát hans í Buenos Aires.

Payne gerði garðinn frægan á sínum tíma með strákahljómsveitinni One Direction, og voru allir fyrrverandi meðlimir sveitarinnar viðstaddir útförina, sem fór fram í þorpinu Amersham í Buckingham-skíri, skammt utan Lundúnaborgar. Útförin var ekki auglýst fyrirfram, en fregnir bárust engu að síður af henni í gærmorgun í bresku pressunni.

Payne lést 16. október þegar hann féll út um glugga hótelherbergis síns og var talið að hann hefði verið undir áhrifum kvöldið sem hann dó. Andlátstilkynningin vakti mikla sorg meðal aðdáenda One Direction, sem komu saman í þúsundatali víða um veröld og minntust söngvarans.