— AFP
Ótrúlegt atvik átti sér stað í Fort Severn í Kanada, þegar maður stökk á ísbjörn sem hafði ráðist á eiginkonu hans í innkeyrslu við heimili þeirra. Dýrið felldi konuna, en eiginmaðurinn stökk á björninn og náði að beina athygli hans frá henni

Ótrúlegt atvik átti sér stað í Fort Severn í Kanada, þegar maður stökk á ísbjörn sem hafði ráðist á eiginkonu hans í innkeyrslu við heimili þeirra. Dýrið felldi konuna, en eiginmaðurinn stökk á björninn og náði að beina athygli hans frá henni.

Nágranni kom til hjálpar og skaut björninn, sem fannst dauður í skógarreit. Ísbirnir ráðast sem betur fer sjaldan á fólk en ef árásir eiga sér stað er yfirleitt um að ræða svanga, unga eða veikburða birni.

Nánar er fjallað um málið í jákvæðum fréttum á K100.is.