<b>Dómsmál </b>Dómari telur eftirlit fyrri ára með Boeing hafa mistekist.
Dómsmál Dómari telur eftirlit fyrri ára með Boeing hafa mistekist. — AFP/Patrick T. Fallon
Bandarískur dómari hafnaði nýlega samningi sem átti að leysa mál flugvélaframleiðandans Boeing vegna banaslysa í flugvélum fyrirtækisins þegar tvær vélar hröpuðu. Að sögn BBC hafði Boeing í sumar gert samning við bandarísk stjórnvöld sem kvað á um…

Bandarískur dómari hafnaði nýlega samningi sem átti að leysa mál flugvélaframleiðandans Boeing vegna banaslysa í flugvélum fyrirtækisins þegar tvær vélar hröpuðu.

Að sögn BBC hafði Boeing í sumar gert samning við bandarísk stjórnvöld sem kvað á um að Boeing játaði sekt í einum ákærulið og sætti óháðu eftirliti og greiðslu sektar upp á 243 milljónir dala (um 33,6 milljarða ISK).

Dómarinn Reed O’Connor felldi hins vegar samninginn úr gildi og sagði hann grafa undan dómstólnum og ráðning eftirlitsmanns hefði ekki uppfyllt gerðar kröfur.

Fjölskyldumeðlimir þeirra 346 sem fórust í slysunum tveimur fögnuðu úrskurðinum og lýstu samningnum sem leið fyrir Boeing til þess að sleppa auðveldlega.

Dómarinn reisti m.a. ákvörðun sína á því að stjórnvöldum í Bandríkjunum hefði fyrri ár mistekist að hafa eftirlit með Boeing. „Á þessum tímapunkti krefjast almannahagsmunir þess að dómstóllinn grípi inn í,“ sagði í úrskurðinum.

Dómsmálaráðuneytið sagðist vera að endurskoða úrskurðinn og Boeing hefur ekki enn tjáð sig.