— AFP/Omar Haj Kadour
Sýrlendingar réðu margir ekki við tilfinningar sínar er múrar Saydnaya-fangelsisins, í grennd við Damaskus, féllu í gær. Þúsundir lögðu leið sína að hinu alræmda fangelsi í leit að ástvinum sínum sem þar höfðu verið lokaðir inni af stjórn Bashars al-Assads

Sýrlendingar réðu margir ekki við tilfinningar sínar er múrar Saydnaya-fangelsisins, í grennd við Damaskus, féllu í gær. Þúsundir lögðu leið sína að hinu alræmda fangelsi í leit að ástvinum sínum sem þar höfðu verið lokaðir inni af stjórn Bashars al-Assads. Uppreisnarhópurinn Hayat Tahrir al-Sham steypti Assad af stóli á sunnudag og er hann flúinn til Rússlands. Óvissutímar eru fram undan í Sýrlandi. » 2 og 13