Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í gær karlmann á sjötugsaldri í 12 ára fangelsi fyrir að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana. Ekki er greint opinberlega frá nafni hins seka, en dómurinn verður líklega birtur í dag að lokinni nafnhreinsun
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í gær karlmann á sjötugsaldri í 12 ára fangelsi fyrir að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana.
Ekki er greint opinberlega frá nafni hins seka, en dómurinn verður líklega birtur í dag að lokinni nafnhreinsun. Maðurinn er dæmdur fyrir að hafa orðið sambýliskonu sinni og barnsmóður að bana á heimili þeirra á Akureyri, en konan fannst látin 22. apríl og greint frá ákærunni í júlí.