Aðventan Hljómsveitin Los Bomboneros.
Aðventan Hljómsveitin Los Bomboneros.
Jólajazz á Hafnartorgi Gallery hófst á dögunum en þar stíga mismunandi djasstónlistarmenn á svið og færa áheyrendum lifandi tónlist sem fangar anda jólanna. Segir í tilkynningu að fram undan séu tvennir tónleikar í einni flottustu mathöll landsins…

Jólajazz á Hafnartorgi Gallery hófst á dögunum en þar stíga mismunandi djasstónlistarmenn á
svið og færa áheyrendum
lifandi tónlist sem fangar anda jólanna. Segir í tilkynningu að fram undan séu tvennir tónleikar í einni flottustu mathöll landsins og því sé tilvalið að gera vel við sig í aðdraganda jólanna, njóta góðs matar og drykkjar og láta töfrandi jóladjassinn skapa einstaka stemningu. Aðgangur er ókeypis en fyrri tónleikarnir verða á morgun, miðvikudaginn 11. desember, þegar Bogomil Font og Pálmi Sigurhjartarson skemmta gestum og þeir seinni fimmtudaginn 19. desember þegar hljómsveitin Los Bomboneros mætir á svæðið. Hvorir tveggja tónleikar hefjast klukkan 18.30.