Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Ekki verður af því að byggt verði við skólana þrjá í Laugardal; Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla, eins og áður hafði þó verið samþykkt.
Á fundi í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar í gær var samþykkt að einn unglingaskóli yrði byggður í Laugardalnum. Yngri nemendum verður hins vegar skipt niður á skólana þrjá sem fyrir eru.
Foreldrar óánægðir
Fulltrúar meirihlutans í borgarstjórn stóðu að samþykktinni, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn henni. Fulltrúi Vinstri-grænna sat hjá.
Óánægja hefur ríkt meðal foreldra skólabarna í hverfinu og hefur þeim áformum sem nú hafa raungerst verið mótmælt harðlega.
Hafa á annað þúsund manns skrifað undir mótmælaskjöl í tvígang, þar sem skorað hefur verið á borgaryfirvöld að standa við fyrri ákvörðun.
Sjálfstæðismenn sögðu í bókun að meirihlutinn héldi „áfram að skora pólitísk sjálfsmörk“ í Laugardal. » 6