Lögreglan í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum handtók í gær 26 ára gamlan karlmann sem er grunaður um að hafa átt þátt í morðinu á Brian Thompson forstjóra UnitedHealthcare, sem var skotinn til bana í New York í síðustu viku
Lögreglan í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum handtók í gær 26 ára gamlan karlmann sem er grunaður um að hafa átt þátt í morðinu á Brian Thompson forstjóra UnitedHealthcare, sem var skotinn til bana í New York í síðustu viku. Maðurinn var handtekinn á McDonald's-stað í Altoona í Pennsylvaníuríki, eftir að starfsmaður á skyndibitastaðnum gerði lögreglu viðvart. Bærinn er um 500 kílómetra frá New York.
Var hann með skotvopn á sér og fölsuð skilríki. Yfirheyrslur yfir honum eru hafnar.