Fylgst með kínverskum skipum.
Fylgst með kínverskum skipum.
Viðbúnaðarstig í Taívan hefur verið hækkað vegna umfangsmikillar heræfingar Kínverja á Suður-Kínahafi, en alls taka um 90 sjó- og strandgæsluskip þátt í æfingunni. Hafa Kínverjar einnig tilkynnt um æfingar herþotna í lofti

Viðbúnaðarstig í Taívan hefur verið hækkað vegna umfangsmikillar heræfingar Kínverja á Suður-Kínahafi, en alls taka um 90 sjó- og strandgæsluskip þátt í æfingunni. Hafa Kínverjar einnig tilkynnt um æfingar herþotna í lofti.

Stjórnvöld í Beijing hafa ekki viljað tjá sig mikið um æfinguna opinberlega. Varnarmálaráðuneyti Taívans segir Kína hins vegar hafa afmarkað sjö loftrýmishólf þar sem til stendur að fljúga þotum fram á næsta fimmtudag.

Kínverjar hafa undanfarin ár stundað reglulega heræfingar á Suður-Kínahafi, svæði sem þeir einir gera tilkall til. Taívanstjórn segir æfinguna nú þó öðruvísi en áður, hún sé mun umfangsmeiri og útbreiddari en áður og ógni stöðugleika á öllu svæðinu.