Michail Antonio, framherji West Ham og landsliðsmaður Jamaíku, sem lék þar undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, verður líklega frá keppni í minnst eitt ár. Hann slasaðist alvarlega í bílslysi í Essex, skammt utan við London, á laugardag, þegar hann var á heimleið frá æfingu
Michail Antonio, framherji West Ham og landsliðsmaður Jamaíku, sem lék þar undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, verður líklega frá keppni í minnst eitt ár. Hann slasaðist alvarlega í bílslysi í Essex, skammt utan við London, á laugardag, þegar hann var á heimleið frá æfingu. Antonio, sem hefur leikið með West Ham í níu ár, fótbrotnaði illa og gekkst undir aðgerð en samkvæmt fréttum kemur það í ljós eftir eitt ár hvort hann geti leikið knattspyrnu á ný.