Átta Íslendingar taka þátt í heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem hefst í Búdapest í dag. Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir eru reyndustu keppendur Íslands og Snæfríður á mesta möguleika á að ná langt en hún á áttunda besta tímann í 200 m skriðsundi
Átta Íslendingar taka þátt í heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem hefst í Búdapest í dag. Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir eru reyndustu keppendur Íslands og Snæfríður á mesta möguleika á að ná langt en hún á áttunda besta tímann í 200 m skriðsundi. Á síðasta HM varð hún í 11. sæti. Þá komst Snorri Dagur Einarsson í undanúrslit í 50 m bringusundi á EM í sumar. Fimm Íslendingar keppa í dag.