Norður
♠ D4
♥ 63
♦ ÁG652
♣ ÁK74
Vestur
♠ K962
♥ 754
♦ 9
♣ 98652
Austur
♠ Á10
♥ ÁG1092
♦ D108
♣ G103
Suður
♠ G8753
♥ KD8
♦ K743
♣ D
Suður spilar 3G.
Eftir blátt áfram sagnir þar sem austur stingur inn 1♥ yfir tígulopnun norðurs, verður suður sagnhafi í 3G. Út kemur hjartasjöa og sagnhafi tekur níu austurs með drottningu. Hvernig er best að spila?
A.m.k. níu slagir eru í augsýn, tveir á hjarta, 4-5 á tígul og þrír á lauf. Það liggur beint við að fara í tígulinn og margir myndu nú taka ♦K og spila áfram tígli. En vestur er ekki með, hendir laufi og þá rennur skyndilega upp fyrir sagnhafa að samgangurinn milli handanna er ekki nægilega góður. Ef austur spilar áfram hjarta inni á ♦D er enginn skaði skeður en ef hann skiptir í lauf er innkoman heima farin áður en hjartaslagurinn er brotinn.
Við þessu má sjá með því að spila litlum tígli að heiman í öðrum slag og setja lítið í blindum. Eftir það er leiðin greið milli handanna.