30 ára Sara Andrea er Reykvíkingur, ólst upp í Árbænum og býr í Bryggjuhverfinu. Hún er stúdent frá MS og er ljósmyndari að mennt frá Upplýsingatækniskólanum. Sara Andrea er sjálfstætt starfandi ljósmyndari og áhugamálin eru ferðalög, vera með fjölskyldunni og ljósmyndun.
Fjölskylda Eiginmaður Söru Andreu er Goði Ómarsson, f. 1991, vélfræðingur og rafvirki, og starfar hjá RST net. Synir þeirra eru Nökkvi Freyr, f. 2020, og Bjarmi Steinn, f. 2023. Foreldrar Söru Andreu eru hjónin Anna María Markúsdóttir, f. 1955, og Ólafur Guðmundur Jósefsson, f. 1950, búsett í Reykjavík.