kunna til verka merkir að vita hvernig vinna skal verk. „Þegar hann ætlaði að flaka þorskinn með sporjárninu sá ég strax að hann kunni ekki til verka.“ Að segja fyrir verkum merkir að stjórna vinnu

kunna til verka merkir að vita hvernig vinna skal verk. „Þegar hann ætlaði að flaka þorskinn með sporjárninu sá ég strax að hann kunni ekki til verka.“ Að segja fyrir verkum merkir að stjórna vinnu. „Mér finnst miklu skemmtilegra að segja öðrum fyrir verkum en að vinna sjálfur.“ Og ekki reyna að „segja öðrum til verka“.