Gervigreind Starfshópurinn hefur spreytt sig á spjallmenninu.
Gervigreind Starfshópurinn hefur spreytt sig á spjallmenninu. — Ljósmynd/Aðsend
Kennarar landsins mega eiga von á því á næstunni að geta notað nýtt gervigreindarverkfæri í kennslu. Unnið er að því að þróa sérstakt spjallmenni eða gervigreindarverkfæri sem er ætlað til að aðstoða kennara í starfi sínu

Birta Hannesdóttir

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

Kennarar landsins mega eiga von á því á næstunni að geta notað nýtt gervigreindarverkfæri í kennslu. Unnið er að því að þróa sérstakt spjallmenni eða gervigreindarverkfæri sem er ætlað til að aðstoða kennara í starfi sínu.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu stendur fyrir verkefninu en því er ætlað að aðstoða kennara við störf á ýmsan hátt. Kennarar munu geta spurt spjallmennið alls kyns spurninga og getur það til dæmis nýst þeim með því að aðstoða þá við að skipuleggja kennslu í takt við aðalnámskrá.

Spjallmennið hefur fengið nafnið Björgin en gagnagrunnur Bjargarinnar er byggður á öllum þeim gögnum sem Miðstöð menntunar og þjónustu býr yfir og er markmiðið að gera þau aðgengilegri á einu svæði til að aðstoða kennara, meðal annars með því að minnka skipulagsbyrði, veita þeim tól til að sníða námsefni að þörfum nemenda og aðstoð við gerð verkefna og spurninga úr námsefni svo fátt sér nefnt.

Frumlíkanið er nú þegar tilbúið og hefur starfshópur, sem er skipaður fólki úr skólasamfélaginu, fengið að spreyta sig á spjallmenninu undanfarið. Joshua Klein, sérfræðingur í gervigreind, leiðir verkefnið en hann hefur veitt mörgum af stærstu fyrirtækjum heims ráðgjöf.