Í tvennt Annað skipið, Volgoneft-212, brast er það tók niðri í aftakaveðri á Kerch-sundi í gær og sýndu rússneskir fjölmiðlar sláandi myndskeið.
Í tvennt Annað skipið, Volgoneft-212, brast er það tók niðri í aftakaveðri á Kerch-sundi í gær og sýndu rússneskir fjölmiðlar sláandi myndskeið. — Skjáskot/Myndskeið skipverja
Einn skipverji er sagður látinn auk þess sem miklar skemmdir urðu á tveimur rússneskum olíuflutningaskipum og óþekkt magn olíu fór í sjóinn er skipin hrepptu aftakaveður í gær á Kerch-sundinu er skilur Rússland og Krímskaga að

Einn skipverji er sagður látinn auk þess sem miklar skemmdir urðu á tveimur rússneskum olíuflutningaskipum og óþekkt magn olíu fór í sjóinn er skipin hrepptu aftakaveður í gær á Kerch-sundinu er skilur Rússland og Krímskaga að.

Annað skipið, Volgoneft-212, með 13 manns í áhöfn, tók niðri með þeim afleiðingum að stefni þess rifnaði af, greinir rússneska TASS-fréttastofan frá og ber almannavarnaráðuneyti Rússlands fyrir tíðindunum. Á þessu skipi er banaslysið sagt hafa orðið.

Hitt fleyið, Volgoneft-239, með 14 manns í áhöfn, varð fyrir skakkaföllum tiltölulega skammt frá sem leiddu til þess að það rak vélarvana um sundið og bar heimildum ekki saman um það á prentstundu Morgunblaðsins í gær hvort það hefði einnig hrakist undan storminum inn á grunnsævi og tekið þar niðri.

Hafa rússnesk yfirvöld blásið til tveggja rannsókna sem ætlað er að skera úr um hvort brotið hafi verið gegn öryggisreglum þegar meint andlát átti sér stað á Volgoneft-212, sem smíðað var árið 1969. Fyrirskipaði Vladimír Pútín Rússlandsforseti aðra rannsóknina, sem Vitalí Saveljev aðstoðarforsætisráðherra mun hafa yfirumsjón með, hin er sakamálarannsókn.