Evrópumeistari Ánægður Þórir Hergeirsson lengst til vinstri í annarri röð.
Evrópumeistari Ánægður Þórir Hergeirsson lengst til vinstri í annarri röð.
Þjálfarinn Þórir Hergeirsson stýrði Noregi til sigurs á EM 2024 í handknattleik kvenna í síðasta leik sínum við stjórnvölinn í gærkvöldi. Noregur lagði þá nágrannana í Danmörku örugglega, 31:23, í úrslitaleik í Vínarborg í Austurríki

Þjálfarinn Þórir Hergeirsson stýrði Noregi til sigurs á EM 2024 í handknattleik kvenna í síðasta leik sínum við stjórnvölinn í gærkvöldi. Noregur lagði þá nágrannana í Danmörku örugglega, 31:23, í úrslitaleik í Vínarborg í Austurríki.

Undir stjórn Þóris vann Noregur til sex Evrópumeistaratitla á átta Evrópumótum og vann auk þess til einna silfurverðlauna. Árangur Selfyssingsins með norska liðið frá því að hann tók við stjórnartaumunum árið 2009 er lyginni líkastur.

Auk sex Evrópumeistaratitla vann Noregur til þriggja heimsmeistaratitla og tveggja ólympíumeistaratitla undir stjórn Þóris. Bronsverðlaunin á Ólympíuleikum voru tvenn auk þess sem norska liðið krækti í silfur og brons á heimsmeistaramótum. Þórir tilkynnti í september að hann myndi hætta eftir mótið og róa á önnur mið. » 35