Tónleikar undir yfirskriftinni Mozart við kertaljós verða haldnir í Hvalsneskirkju í kvöld, mánudaginn 16. desember, kl. 19.30. Er þetta hluti af árlegum kertaljósatónleikum Camerarctica en þetta er þriðja árið sem hópurinn kemur í Hvalsneskirkju

Tónleikar undir yfirskriftinni Mozart við kertaljós verða haldnir í Hvalsneskirkju í kvöld, mánudaginn 16. desember, kl. 19.30. Er þetta hluti af árlegum kertaljósatónleikum Camerarctica en þetta er þriðja árið sem hópurinn kemur í Hvalsneskirkju. „Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í þrjátíu og tvö ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu,“ segir í tilkynningu. Fram koma Ármann Helgason, Hildigunnur Halldórsdóttir, Bryndís Pálsdóttir, Svava Bernharðsdóttir, Sigurður Halldórsson og Sigríður Hjördís Indriðadóttir. Miðasala er við innganginn.