Árlegi jólamatarmarkaðurinn var haldinn í Hörpu um helgina þar sem bændur, sjómenn og smáframleiðendur komu saman og seldu afurðir sínar til gesta.
Markaðurinn er á meðal elstu og stærstu matarmarkaða sem eru haldnir á Íslandi en hann hefur verið haldinn reglulega frá árinu 2011. Fjölmargir af þeim framleiðendum sem selja á markaðinum hafa gert það frá upphafi.
Ungir sem aldnir kíktu við á markaðinn um helgina og mátti þar finna alls kyns kræsingar til sölu. Til dæmis var í boði hangikjöt, jólasíróp, grafið ærkjöt, geitakasmír og húðvörur með tólg svo fátt sé nefnt.