ECB hækkaði eiginfjárbindingu 13 banka á evrusvæðinu í ár.
ECB hækkaði eiginfjárbindingu 13 banka á evrusvæðinu í ár. — AFP/Kirill Kudryavtse
Seðlabanki Evrópu (ECB) hefur á þessu ári hækkað eiginfjárbindingu 13 banka á evrusvæðinu, sem þykir gefa til kynna að þeir hafi tekið á sig of mikla áhættu. Að sögn Reuters hafi Seðlabankinn gert þessar kröfur á tvöfalt fleiri banka í ár en í fyrra, til að lækka gírunarhlutfall (e

Seðlabanki Evrópu (ECB) hefur á þessu ári hækkað eiginfjárbindingu 13 banka á evrusvæðinu, sem þykir gefa til kynna að þeir hafi tekið á sig of mikla áhættu. Að sögn Reuters hafi Seðlabankinn gert þessar kröfur á tvöfalt fleiri banka í ár en í fyrra, til að lækka gírunarhlutfall (e. levarge ratio) hjá þeim.

Þetta er stærsta einstaka breytingin á árlegu mati ECB á 113 bönkum evrusvæðisins. Almennt telur ECB að flestir bankanna séu vel fjármagnaðir með trausta eiginfjárstöðu.