Staðan kom upp á Íslandsmótinu í atskák en það fór fram í Bankanum Vinnustofu á Selfossi fyrir skömmu. CAD-bræður sáu um mótshaldið og styrkti Mar Seafood restaurant mótið. Guðmundur Gíslason (2.313) hafði hvítt gegn Braga Þorfinnssyni (2.376). 26. Dxd5! og svartur gafst upp enda taflið tapað. Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur 2024 – Minningarmót Ríkharðs Sveinssonar verður haldið laugardaginn 28. desember, á afmælisdegi Ríkharðs sem lést eftir stutt veikindi í desember 2023. Mótið hefst klukkan 14.00 en stefnt er að því að halda skákhátíð í Faxafeninu, veitingar í boði og góður félagsskapur. Ríkharður var formaður TR frá 1997-2001 og aftur frá 2019 til dauðadags. Ríkharður var driffjöður í starfi Taflfélags Reykjavíkur til áratuga, virtur skákdómari og sterkur skákmaður. Nánari upplýsingar á skak.is.