Enska knattspyrnufélagið Chelsea skýrði frá því í gær að leikmaður liðsins, úkraínski kantmaðurinn Mykhailo Mudryk, hefði fallið á lyfjaprófi. Ólöglegt efni hefði fundist í þvagprufu hans. Hann á því mögulega langt leikbann yfir höfði sér
Enska knattspyrnufélagið Chelsea skýrði frá því í gær að leikmaður liðsins, úkraínski kantmaðurinn Mykhailo Mudryk, hefði fallið á lyfjaprófi. Ólöglegt efni hefði fundist í þvagprufu hans. Hann á því mögulega langt leikbann yfir höfði sér. Mudryk sagði í gær að þetta væri sér mikið áfall, hann hefði aldrei vísvitandi notað ólögleg efni eða brotið reglur á þessu sviði, og ynni að því hörðum höndum með sínu fólki að finna út hvað hefði gerst.