— AFP/Michael Thompson
Öflugur jarðskjálfti skók Kyrrahafseyjuna Vanúatú kl. 1.47 að íslenskum tíma í fyrrinótt, og mældist skjálftinn um 7,3 að stærð. Þá kom öflugur eftirskjálfti nokkrum mínútum síðar og mældist sá 5,5 að stærð

Öflugur jarðskjálfti skók Kyrrahafseyjuna Vanúatú kl. 1.47 að íslenskum tíma í fyrrinótt, og mældist skjálftinn um 7,3 að stærð. Þá kom öflugur eftirskjálfti nokkrum mínútum síðar og mældist sá 5,5 að stærð.

Fjöldi húsa lá í rústum eftir skjálftana í höfuðborginni Port Vila, og hermdu óstaðfestar fregnir í gær að minnst sex hefðu farist í skjálftanum.

Miklar skemmdir urðu á fjögurra hæða húsi í miðborg Port Vila, þar sem sendiráð Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ástralíu og Nýja-Sjálands eru til húsa, og sögðu Frakkar sendiráð sitt í landinu hafa verið eyðilagt.

Sameinuðu þjóðirnar sögðu að áætlað væri að um 116.000 manns hefðu verið á því svæði sem verst varð úti, og væri mikil þörf á aðstoð til landsins.