Bandarísk stjórnvöld segja rannsókn á tilkynningum og umfjöllun á samfélagsmiðlum um dularfullt drónaflug á síðustu vikum í norðausturhluta landsins hafa leitt í ljós að ekkert óeðlilegt hafi verið þar á ferðinni.
„Eftir að hafa rannsakað tæknileg gögn og ábendingar frá áhyggjufullum borgurum er það niðurstaða okkar að það sem hefur til þessa verið tilkynnt um hafi ýmist verið löglegir drónar sem notaðir eru í atvinnuskyni, frístundadrónar og drónar á vegum lögreglu, mannaðar fisflugvélar, þyrlur og stjörnur sem hafa verið taldar vera drónar,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem bandaríska heimavarnaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, alríkislögreglan og flugumferðastofnunin sendu frá sér vegna málsins í gær. » 12