Boðið er upp á tvenna tónleika í Neskirkju í dag. Klukkan 12 leikur Steingrímur Þórhallsson orgelverk eftir Bach. Klukkan 20 er aðventustund á þjóðlegum og alþjóðlegum nótum. „Helga Maureen ­Gylfadóttir, kórfélagi og innsti koppur í búri á…

Boðið er upp á tvenna tónleika í Neskirkju í dag. Klukkan 12 leikur Steingrímur Þórhallsson orgelverk eftir Bach. Klukkan 20 er aðventustund á þjóðlegum og alþjóðlegum nótum. „Helga Maureen ­Gylfadóttir, kórfélagi og innsti koppur í búri á Árbæjarsafni, fjallar um áhugaverðar hefðir í aðdraganda jóla. Kór Neskirkju og Stúlknakór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Pamela de Sensi leikur á flautu. Prestarnir, Steinunn A. Björnsdóttir og Skúli S. Ólafsson, taka þátt, en sá síðarnefndi flytur hugleiðingu sem fjallar um vetrarsólstöður sem eru á næsta leiti,“ segir í viðburðarkynningu. Aðgangur á hvora tvegga tónleika er ókeypis.