Hafsteinn Hauksson
Hafsteinn Hauksson
Á árinu 2024 hefur S&P 500-vísitalan staðið sig vel, og er árleg ávöxtun upp á 28,55% til dagsins í dag. Þessi aukning endurspeglar almennt sterkan hagvöxt í Bandaríkjunum, aukinn hagnað fyrirtækja, lægri verðbólgu og bjartsýni á hlutabréfamarkaði

Á árinu 2024 hefur S&P 500-vísitalan staðið sig vel, og er árleg ávöxtun upp á 28,55% til dagsins í dag. Þessi aukning endurspeglar almennt sterkan hagvöxt í Bandaríkjunum, aukinn hagnað fyrirtækja, lægri verðbólgu og bjartsýni á hlutabréfamarkaði.

Hafsteinn Hauksson aðalhagfræðingur Kviku segir að ávöxtunin á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum hafi farið með himinskautum á árinu.

„Þessi mikla hækkun frá áramótum hefur að hluta til verið dregin áfram af auknum hagnaði fyrirtækja, sem getur vel verið sjálfbært til lengri tíma. Þau fyrirtæki sem hafa haft eitthvað með gervigreind að gera hafa gert stórlega vel á árinu. Verðlagning og kennitölur á bandaríska markaðinum hafa hins vegar einnig hækkað mikið og verðlagningin í Bandaríkjunum er orðin svakalega há, sama á hvaða kennitölur maður lítur, því þær eru allar nálægt sögulegu hámarki,“ segir Hafsteinn.

Spurður hvernig hann telji að gangurinn verði á mörkuðum á næsta ári segir Hafsteinn að hann sé minna bjartsýnn í ljósi þess hversu miklar hækkanir hafa þegar komið fram.

„Líklegt er að kennitölurnar þurfi að lækka á móti til að koma markaðinum aftur í áttina að sjálfbærri verðlagningu og því ólíklegt að við fáum annað ár af álíka ávöxtun og við sáum á þessu ári,“ segir Hafsteinn.
» ViðskiptaMogginn