Í kvöld kemst skýrari mynd á undanúrslitin í bikarkeppni karla í handknattleik en þá eru tveir hörkuleikir á dagskrá í átta liða úrslitunum. KA tekur á móti Aftureldingu á Akureyri klukkan 19 og Fram mætir Val í Úlfarsárdal klukkan 19.30

Í kvöld kemst skýrari mynd á undanúrslitin í bikarkeppni karla í handknattleik en þá eru tveir hörkuleikir á dagskrá í átta liða úrslitunum. KA tekur á móti Aftureldingu á Akureyri klukkan 19 og Fram mætir Val í Úlfarsárdal klukkan 19.30. Átta liða úrslitin hófust í gærkvöld þegar ÍR mætti Stjörnunni. Viðureign ÍBV og FH var hins vegar frestað þar sem kærumál vegna leiks Hauka og ÍBV í 16-liða úrslitum er ekki til lykta leitt.