40 ára Berglind Ósk er Reykvíkingur, ólst upp í 101 en býr á Álftanesi. Hún er viðskiptafræðingur og tölvunarfræðingur að mennt og er hópstjóri verslunarlausna hjá fyrirtækinu Rue de Net sem er í viðskiptalausnum. Hún er í KFUM og K og situr í basarstjórn þess og stjórn leikskólans Vinagarðs. Berglind hefur öll sín ár tengst sumarbúðunum Vindáshlíð á einhvern hátt. Áhugamálin eru prjónaskapur, ferðalög og sund.
Fjölskylda Eiginmaður Berglindar er Kristinn Örn Björnsson, f. 1990, verkfræðingur hjá COWI. Börn þeirra eru Áki Berg, f. 2021, og Sunna Lind, f. 2024. Foreldrar Berglindar eru Kristín Axelsdóttir, f. 1958, kerfisfræðingur, og Einar G. Guðjónsson, f. 1956, fv. lögreglumaður, búsett í Reykjavík