Hlutafélagið Grænir skógar fer á hausinn og ég stend uppi með tvær hendur tómar: allslaus, slyppur og snauður. Ég sit líka eftir með sárt ennið: hef orðið fyrir vonbrigðum, misst af góðu tækifæri
Hlutafélagið Grænir skógar fer á hausinn og ég stend uppi með tvær hendur tómar: allslaus, slyppur og snauður. Ég sit líka eftir með sárt ennið: hef orðið fyrir vonbrigðum, misst af góðu tækifæri. En dagur kemur eftir þennan dag. Mest er um vert að forðast að „sitja uppi með tvær hendur tómar“ eða „standa eftir með sárt ennið“.