Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék þriðja hring úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó í gær á þremur höggum undir pari, 70 höggum, en Ragnhildur Kristinsdóttir á einu yfir pari, 74 höggum. Guðrún er þar með í 71
Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék þriðja hring úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó í gær á þremur höggum undir pari, 70 höggum, en Ragnhildur Kristinsdóttir á einu yfir pari, 74 höggum. Guðrún er þar með í 71. sæti á samtals tveimur höggum yfir pari og á ágæta möguleika á að komast áfram en 65 efstu eftir fjórða hringinn í dag fá að spila lokahringinn á morgun. Ragnhildur er í 109. sæti af 154 keppendum á sex höggum yfir pari.