Algjörar skvísur Petra Hjartardóttir og Jasa Baka sýna í Hafnarborg.
Algjörar skvísur Petra Hjartardóttir og Jasa Baka sýna í Hafnarborg.
Listráð Hafnarborgar hefur valið Algjörar skvísur sem haustsýningu Hafnarborgar árið 2025, úr fjölda tillagna sem bárust fyrr á árinu í gegnum árlegt opið kall safnsins, að því er segir í tilkynningu

Listráð Hafnarborgar hefur valið Algjörar skvísur sem haustsýningu Hafnarborgar árið 2025, úr fjölda tillagna sem bárust fyrr á árinu í gegnum árlegt opið kall safnsins, að því er segir í tilkynningu. Sýningarstjórar vinningstillögunnar eru þær Jasa Baka og Petra Hjartardóttir, sem munu bjóða gestum að kanna þemu sem tengjast mýkt, krafti og kvenlegri orku í samtímalist. „Algjörar skvísur hverfist um ólíkar birtingarmyndir sætleikans, guðdómlegar og goðsagnakenndar kvenlegar erkitýpur og andahyggjuna sem lítur á (móður) náttúru sem síkvika veru. Þá eru þessar hugmyndir skoðaðar út frá því hvernig þær eiga við fólk, staði og hluti, einkum nú þegar segja má að kvenlegar erkitýpur séu að koma fram úr fylgsnum sínum og umbreyta skilningi okkar á sjálfsmynd og jafnvægi.“ Sýningin verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar en hún gefur sýningarstjórum kost á að láta rödd sína heyrast.