Spænsk stjarna Leikkonan Marisa Paredes lék í 75 myndum á ferlinum.
Spænsk stjarna Leikkonan Marisa Paredes lék í 75 myndum á ferlinum. — AFP/Valery Hache
Spænska stórleikkonan Marisa Paredes lést á þriðjudag í Madrid, 78 ára að aldri. Variety greinir frá því að banamein hennar hafi verið hjartabilun. Þar segir jafnframt að Paredes hafi leikið í 75 kvikmyndum á ferlinum en verði eflaust helst minnst…

Spænska stórleikkonan Marisa Paredes lést á þriðjudag í Madrid, 78 ára að aldri. Variety greinir frá því að banamein hennar hafi verið hjartabilun.

Þar segir jafnframt að Paredes hafi leikið í 75 kvikmyndum á ferlinum en verði eflaust helst minnst fyrir þær fimm myndir sem hún lék í undir leikstjórn Pedros Almodóvars en þær eru: Entre tinieblas (1983), Tacones lejanos (1991), La flor de mi secreto (1995), Todo sobre mi madre (1999), þar sem hún lék á móti Penélope Cruz, og La piel que habito (2011) en meðal leikara í þeirri mynd má nefna Antonio Banderas.

Paredes lætur eftir sig eiginmann til rúmlega fjörutíu ára, Chema Prado, og dótturina Maríu Isasi.