Héraðsdómur í Glostrup í Danmörku hefur kært sjálfan sig til embættis persónuverndar í Danmörku fyrir að birta nöfn vitna og aðrar persónuupplýsingar í dómi sem kveðinn var upp í síðustu viku þegar Bretinn Sanjay Shah var dæmdur í 12 ára fangelsi…

Héraðsdómur í Glostrup í Danmörku hefur kært sjálfan sig til embættis persónuverndar í Danmörku fyrir að birta nöfn vitna og aðrar persónuupplýsingar í dómi sem kveðinn var upp í síðustu viku þegar Bretinn Sanjay Shah var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir stórfelld fjársvik.

Fram kemur á vefnum dr.dk að fyrir mistök láðist að fjarlægja upplýsingarnar áður en dómurinn var birtur sem brýtur gegn lögum um birtingu dóma. Dómurinn var fjarlægður af heimasíðunni en þegar hann birtist á ný var þar enn að finna nafn og heimilisfang eiginkonu Shahs.