Deilum sem eru á borði ríkissáttasemjara fer smám saman fækkandi. Í gær voru tíu óleystar kjaradeilur í vinnslu hjá embættinu. Nýlega hefur náðst samkomulag og kjarasamningar verið undirritaðir í sex málum sem vísað hafði verið til sáttameðferðar

Deilum sem eru á borði ríkissáttasemjara fer smám saman fækkandi. Í gær voru tíu óleystar kjaradeilur í vinnslu hjá embættinu.

Nýlega hefur náðst samkomulag og kjarasamningar verið undirritaðir í sex málum sem vísað hafði verið til sáttameðferðar. Þar á meðal er samningur sem gerður hefur verið milli Félags tannlækna og aðstoðarfólks þeirra við Tannlæknafélag Íslands og samningur Sameykis og Strætó. Þá hafa samningar náðst milli Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og samninganefndar ríkisins (SNR) og milli Stéttarfélags lögfræðinga og SNR, Félags lífeindafræðinga og SNR og Lyfjafræðingafélagsins og SNR.

Meðal óleystra mála eru kjaraviðræður Félags íslenskra leikara og SA vegna Leikfélags Reykjavíkur, viðræður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og sveitarfélaga og viðræður Verkfræðingafélagsins og Stéttarfélags tölvunarfræðinga við SNR. omfr@mbl.is