Fjórir leikir í síðustu umferð ársins í úrvalsdeildinni í körfuknattleik fara fram í kvöld og stórleikur umferðarinnar er tvímælalaust á dagskrá í Njarðvík þar sem heimamenn taka á móti toppliði Stjörnunnar

Fjórir leikir í síðustu umferð ársins í úrvalsdeildinni í körfuknattleik fara fram í kvöld og stórleikur umferðarinnar er tvímælalaust á dagskrá í Njarðvík þar sem heimamenn taka á móti toppliði Stjörnunnar. Grindvíkingar heimsækja KR-inga á Meistaravelli, Álftanes frumsýnir NBA-leikmann gegn Hetti á heimavelli og Keflavík tekur á móti Þór úr Þorlákshöfn. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.