Valið Úlfur Ágúst Björnsson er talinn besti framherjinn í hópnum.
Valið Úlfur Ágúst Björnsson er talinn besti framherjinn í hópnum. — Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Úlfur Ágúst Björnsson, sóknarmaður úr FH, þykir líklegur til að verða valinn í nýliðavali bandarísku MLS-deildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Þar geta liðin í deildinni valið úr tæplega 500 leikmönnum frá 150 háskólum í Bandaríkjunum og í grein á…

Úlfur Ágúst Björnsson, sóknarmaður úr FH, þykir líklegur til að verða valinn í nýliðavali bandarísku MLS-deildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Þar geta liðin í deildinni valið úr tæplega 500 leikmönnum frá 150 háskólum í Bandaríkjunum og í grein á heimasíðu MLS er Úlfur talinn vera besti framherjinn í þeim hópi. Úlfur skoraði fimm mörk fyrir FH í 13 leikjum í Bestu deildinni í ár en missti af hálfu tímabilinu vegna náms vestanhafs.