Norður
♠ 104
♥ K432
♦ 7632
♣ KD3
Vestur
♠ G5
♥ G105
♦ ÁD98
♣ 9842
Austur
♠ 9872
♥ D86
♦ G105
♣ G75
Suður
♠ ÁKD65
♥ Á73
♦ K4
♣ Á106
Suður spilar 3 G.
Eftir að hafa opnað á 2G, norður spurt um 5-liti í hálit og suður sýnt spaða verður suður sagnhafi í 3G. Útspilið er laufanía.
Spilið er sterkt. Átta slagir eru öruggir, ef spaðinn brotnar 3-3 eru slagirnir að minnsta kosti 10 og ef spaðinn liggur illa eru möguleikar á aukaslögum í hjarta og tígli. En sagnhafi vill ekki að austur komist inn til að spila tígli áður en allar leiðir eru kannaðar.
Besta leiðin er að taka fyrsta slaginn heima á ás, taka ♠Á, spila laufi á kóng og ♠10 úr borði og láta hana fara ef austur leggur ekki á. Eins og spilið er tryggir þessi leið 9 slagi.
Ef austur leggur gosann á ♠10 drepur suður með kóng og tekur drottninguna. Reynist austur hafa átt 4-lit er hægt að prófa hjartað og vona að vestur lendi inni, eða spila fjórða spaðanum og vona að austur eigi ♦Á.