The Friedkin Group, hópur kaupsýslumanna með aðsetur í Texas, hefur formlega gengið frá kaupum á enska knattspyrnufélaginu Everton. Að sögn BBC nemur kaupverðið um 400 milljónum punda en hópurinn hafði náð samkomulagi við fráfarandi eiganda, bresk-íranska kaupsýslumanninn Farhad Moshiri, í september
The Friedkin Group, hópur kaupsýslumanna með aðsetur í Texas, hefur formlega gengið frá kaupum á enska knattspyrnufélaginu Everton. Að sögn BBC nemur kaupverðið um 400 milljónum punda en hópurinn hafði náð samkomulagi við fráfarandi eiganda, bresk-íranska kaupsýslumanninn Farhad Moshiri, í september. The Friedkin Group á einnig Roma á Ítalíu en Everton er tíunda enska úrvalsdeildarfélagið í bandarískri eigu.