Fjórir rithöfundar munu lesa upp á Gljúfrasteini á sunnudag, 21. desember, kl. 14. Hildur Knútsdóttir les upp úr Möndlu, Hallgrímur Helgason úr Sextíu kílóum af sunnudögum, Tómas Ævar Ólafsson úr Breiðþotum og Sunna Dís Másdóttir úr…
Fjórir rithöfundar munu lesa upp á Gljúfrasteini á sunnudag, 21. desember, kl. 14. Hildur Knútsdóttir les upp úr Möndlu, Hallgrímur Helgason úr Sextíu kílóum af sunnudögum, Tómas Ævar Ólafsson úr Breiðþotum og Sunna Dís Másdóttir úr Kuli. Aðstandendur segjast hlakka til að bjóða gestum í stofuna á Gljúfrasteini en þetta verður síðasti aðventuupplesturinn fyrir jól. Lesið hefur verið upp á aðventu á Gljúfrasteini frá árinu 2004. Aðgangur er ókeypis.