— AFP/Ludovic Marin
Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýsti í gær því yfir að mánudagurinn yrði sorgardagur í Frakklandi vegna fellibylsins Chido sem fór yfir franska eyjaklasann Mayotte um síðustu helgi. Macron heimsótti Mayotte í gær og hlýddi þar á íbúa eyjarinnar lýsa þeim hörmungum sem gengu yfir eyjuna

Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýsti í gær því yfir að mánudagurinn yrði sorgardagur í Frakklandi vegna fellibylsins Chido sem fór yfir franska eyjaklasann Mayotte um síðustu helgi.

Macron heimsótti Mayotte í gær og hlýddi þar á íbúa eyjarinnar lýsa þeim hörmungum sem gengu yfir eyjuna. Hét Macron því að Frakkland myndi endurreisa eyjaklasann á nýjan leik. Þá myndu frönsk stjórnvöld hefja upp baráttuna gegn ólöglegum innflytjendum á Mayotte samhliða því að skólar, heimili og sjúkrahús eyjaklasans yrðu endurreist.